hux

Fjölgar ógildum atkvæðum fyrir tilstuðlan Jóhannesar í Bónus?

Ég heyri menn lýsa áhyggjum af því að hvatning Jóhannesar Jónssonar til kjósenda Sjálfstæðisflokksins um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en strika Björn Bjarnason fjölgi stórlega ógildum atkvæðum í kosningunum á morgun.

Kjósendur annarra flokka telji sig geta gert Jóhannesi það til geðs að strika út Björn þótt þeir kjósi aðra flokka. Með því móti yrði atkvæði ógilt. Eingöngu aðrir sjálfstæðismenn en Jóhannes geta orðið við hvatningu hans án þess að ógilda atkvæði sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem hafa þessar áhyggjur hafa litla virðingu fyrir andlegri getu kjósenda. Gæti best trúað að sömu menn vildu svipta fólk kosningaréttinum enda kýs fólk alltaf vitlaust ekki satt - sama hvað kosið er.

Hinsvegar hef ég meiri áhyggjur af því að ekki hafi verið gerður greinarmunur á ógildum atkvæðum (klaufanna) og auðum seðlum þeirra sem vilja senda skilaboð til framboðana.

Kristinn (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 14:10

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Endilega að taka þátt í æsispennandi kosningagetraun:

http://www.sigfus.blog.is/blog/sigfus/entry/207012/

 Glæsilegir vinningar í boði!

Sigfús Þ. Sigmundsson, 11.5.2007 kl. 14:33

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

vonandi strika sem flestir vinstrimenn Björn út, hann á það skilið að mati þeirra.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.5.2007 kl. 14:42

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

æ, ég þoli ekki þegar allir eru vissir um "sekt" eins, það minnir mig einum of mikið á einelti, Jóhannes veit að Björn er ekki visæll, hann sparkar í óvinsælan mann, það þarf ekki mikla karlmennski til þess arna....

Benedikt Halldórsson, 11.5.2007 kl. 21:51

5 identicon

Pétur - ég held að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu Jóhannesar máli. Það er búið að hamra á þessu atriði í öllum fjölmiðlum í dag. Hafi einhver ekki vitað hvað hann/hún mátti gera við atkvæðaseðilinn þá er það ljóst núna. Mig langar aftur á móti að frekjast aðeins og plögga því sem mér finnst vera issjú kvöldsins vegna umræðuþáttarins í sjónvarpinu í kvöld. Eða eruð þið framsóknarmenn ekkert að verða pirraðir yfir þessu

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 22:01

6 identicon

Tæknibylting! 

http://blogg.visir.is/saes/2007/05/11/t%c3%a6knibylting-i-islensku-sjonvarpi/

Sæs (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband