hux

Ritstjóraskipti á Viðskiptablaðinu

Gunnlaugur Árnason hefur látið af störfum sem ritstjóri Viðskiptablaðsins og mun flytjast til London þar sem hann bjó áður lengi, hann hefur víst ráðið sig til starfa hjá Baugi.

Við starfi ritstjórans tekur Jónas Haraldsson, aðstoðarritstjóri. Aðstoðarritstjóri verður Sigurður Már Jónsson, núverandi fréttastjóri.

Viðskiptablaðið hefur komið út sem dagblað fjórum sinnum sinnum í viku frá því 8. febrúar, áður kom það út 2svar í viku. Gunnlaugur ritstýrði því um 2ja ára skeið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Ég hef raunar ekki frá upphafi Viðskiptablaðsins skilið rekstrargrundvöll þess, og síðan ekki heldur hvernig það hefur haldið lífi. Það hlýtur að vera eitthvað í gangi ofvaxið skilningi mínum. Það varpar ekki skugga á heillaóskir mínar til þeirra Jónasar og Sigurðar Más, sem voru félagar mínir um árabil á DV og hvor öðrum traustari, en Sigurður Már miklu betri í fótbolta.

Herbert Guðmundsson, 30.4.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband