hux

Óspurðar fréttir

Fréttablaðið greindi frá því í gær að það hefði árangurslaust reynt að ná tali af Geir H. Haarde til að spyrja um afstöðu hans til þeirrar hugmyndar Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, að komið verði á eðlilegu sambandi milli Íslands og þjóðstjórnar Palestínu.

Tilefni þess að Fréttablaðinu þykir rétt að fá fram sjónarmið Geirs er augljóslega það að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt ályktun sem virðist fela í sér að Sjálfstæðisflokkurinn leggist gegn samskiptum við stjórnvöld í Palestínu. 

Þegar ég heyrði að Morgunvaktin á RÚV hefði átt ítarlegt viðtal við Geir í gærmorgun leitaði ég að því á netinu til þess að heyra svar hans við spurningunni. Ég varð fyrir vonbrigðum, spurningin kom ekki fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband