hux

Fingraförin á blogginu: Saga úr Mosfellsbæ

Góð nýjung hjá Moggablogginu að birta IP-tölur þeirra sem setja óskráðir inn komment við færslur. Sumir hafa skákað í skjóli nafnleyndar og gervinetfanga til þess að svívirða mann og annan hér og allur gangur á því hvort bloggarar hér, sem ég held að séu upp til hópa sómakært fólk, hafa undan því að eyða út óhróðrinum jafnóðum.

En um leið og Moggabloggið tók upp þennan sið á dögunum birtust líka IP-tölur þeirra sem sett hafa óskráð komment inn á bloggið í fortíðinni, þannig að nú skilja þeir eftir sig fingraför. Og ef marka má bréf sem mér barst áðan eru nú víða um bæinn menn í rannsóknarstörfum að átta sig á því hverjir hafa átt nafnlaus komment fram að þessu.

Sá sem sendi mér bréfið segir fréttir: Sama IP-tala birtist við komment sem Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og 8. maður á sæti VG í Kraganum, skrifar óskráður í eigin nafni á eigin bloggsíðu og birst hefur á svívirðingakommentum á bloggsíðum Varmársamtakanna og annarra Mosfellinga. Hér eru nokkur dæmi, fyrst af síðu Karls sjálfs þar sem hann svarar kveðju annars bloggara án þess að skrá sig inn með þessum orðum:

  Á bloggi Hjördísar Kvaran birtist  svo sama IP-tala í kommenti sem er svohljóðandi:

Sem sagt: Sá sem setur inn athugasemdina undir nafninu Píka og forseti bæjarstjórnar í Mosó hafa sömu IP-tölu. Sú IP-tala kemur víðar við sögu í sömu færslu og fleirum á þessu mosfellska bloggi, og hér fylgir listi yfir óskráðar athugasemdir sem hafa borið með sér sömu IP-tölu og þá sem fylgdi forseta bæjarstjórnar: 

Píka (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 31.3.2007 kl. 00:42. 1

Ágúst (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 29.3.2007 kl. 16:18. 1

Þóra (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 30.3.2007 kl. 17:35. 1

Píka 2 (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 31.3.2007 kl. 00:47. 1

Ósk (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 31.3.2007 kl. 21:27. 1

Árni (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 31.3.2007 kl. 22:41. 1

Einar Óli (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 27.3.2007 kl. 14:28. 1

Karl Tómasson (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 1.4.2007 kl. 14:56. 2

Þórunn Jónsdóttir (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 14.4.2007 kl. 02:06. 2

Ólafur Gunnarsson (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 17.4.2007 kl. 19:23. 2

Lárus (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 17.4.2007 kl. 21:29. 2

Haukur Ólafs (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 13.4.2007 kl. 23:17

Uppfært kl. 15.59. Nú þekki ég lítið til tölvumála og veit ekki hversu óyggjandi tenging IP-tala er við einstaka notendur en ef svo er ekki þá er vandséð hvaða tilgangi birting þeirra þjónar.

ps. kl. 16.50 Í kommenti hjá mér er því haldið fram að eina ályktunin sem hægt er að draga sé sú að allir þessir nafnlausu höfundar kommenta séu með ADSL-hjá Símanum, ef svo er sýnist mér ljóst að það þjónar engum tilgangi hjá moggablogginu að vera að birta þessar upplýsingar.  En í gær barst mér og væntanlega öðrum moggabloggurum svohljóðandi póstur frá moggablogginu: "Kæru notendur blog.is. Eins og sumir hafa eflaust tekið eftir eru IP-tölur nú birtar við athugasemdir frá óskráðum gestum. Þessi breyting er skref í átt að betri auðkenningu óskráðra höfunda athugasemda. Með þessu fylgir möguleiki á að banna athugasemdir og gestabókarfærslur frá ákveðnum IP-tölum.  Á síðunni Blogg/Athugasemdir í stjórnborðinu er sýslað með tölurnar. Hægt er að slökkva á birtingu IP-talna ef þess er óskað, val um birtinguna má finna með því að velja Stillingar/Blogg/Frekari stillingar í stjórnborðinu.  Í fyrradag gerðum við ýmsar öryggisbreytingar á blog.is sem tengjast innskráningu og JavaScript-samskiptum. Ef þú hefur lent í vandræðum með innskráningu eða vistun bloggfærslna síðan þá, lestu þá leiðbeiningar um hreinsun forvistaðra skráa (cache) á síðunni http://mbl.is/go/binns . Við biðjumst velvirðingar á hvers kyns óþægindum sem þetta kann að hafa valdið. veðja, stjórnendur blog.is. blog@mbl.is"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

dettar mér allar dauðar... ef það er staðreyndin að maðurinn sé að skrifa svona undir hinum ýmsi dulnefnum, er honum greinilega ekki stætt á að starfa í bæjarstjórn. Hann ætti hreinlega að segja af sér..

Björg F (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 15:47

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

úpps. Klaufalegt.

Ingólfur H Þorleifsson, 22.4.2007 kl. 16:04

3 identicon

Svo er reyndar líka eitt.. þetta gætu verið börnin og þá líka vinir þeirra á heimilinu.. lenti nú sjálf í því um dagin að dóttir mín skrifaði inn hér athugasemd. En þá reyndar birtist hún undir mínu nafni þar sem ég hafði gleymt að skrá mig út.. En svo auðvitað verður að hafa það í huga sem Ómar sagði.. Það er hægt að vera of fljótur að álykta.. hallærislegt ef það er gert og svo reynast hlutirnir kannski byggðir á misskilningi

Björg F (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 16:34

4 Smámynd: Pétur Gunnarsson

ég þekki þetta ekki Björg og Ómar en mér finnst að það þurfi að skýra þetta og að Mbl geri grein fyrir því af hverju þeir eru að birta IP-tölur ef þær segja ekkert um það hver er á ferð.

Pétur Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 16:45

5 Smámynd: Púkinn

Það er á engan hátt gefið að tengja megi beint IP tölu við tiltekinn notanda.  Til dæmis getur verið um þráðlausa tengingu í gegnum "hot spot" að ræða, nú eða þá netkaffi.  Nú, svo elíka möguleiki að í fyrirtæki eða stofnun séu tugir eða hundruðir tölva á bak við NAT, þannig að aðeins sjáist ein IP tala utanfrá.

Í þessu tilviki er skýringin hins vegar að 85.220.25.22 er dsl.dynamic.simnet.is - þ.e.a.s. "dýnamísk" tala sem ADSL notendum er úthlutað þegar þeir tengjast.  Það eina sem þú í rauninni veist er að báðir notendurnir eðu með ADSL tengingu hjá Símanum.

Púkinn, 22.4.2007 kl. 16:46

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég hélt að maður þyrfti að kaupa sér fasta IP tölu og það gera fyrirtæki oftast. En þegar ég logga mig inn get ég ekki fengið sömu tölu aftur og aftur, það hlýtur að vera mjög mikil tilviljun. Ég lenti í því að brotist var inn í póstinn minn úr annarri tölu, þrátt fyrir að málið var kært gat símafyrirtækið sem var siminn ekki upplýst hver svaraði mínum pósti úr annarri tölvu. Þetta er að ég held mun flóknara en ein IP tala. Við verðum að bíða skýringa mbl áður en við dæmum eða ætlum.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.4.2007 kl. 17:09

7 identicon

Ip-tölur hjálpa í raun afskaplega lítið. Þeir sem vilja fela slóð sína geta það.

En ef þetta væri skothelt sönnunargagn þá er ekki nokkur tilgangur í því að birta IP-tölurnar með athugasemdunum. Þessar upplýsingar eiga einungis að vera sýnilegar eiganda bloggsins svo hann geti ákveðið hvort réttmætt væri að eyða út athugasemdinni, eða til að reyna að hafa upp á viðkomandi.

Moggabloggsstjórnendur hafa misstigið sig all alvarlega þarna. 

gulli.is (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 17:26

8 identicon

IP-tala er úthlutuð hverjum router en það gerist sjálfkrafa og við hverja endurræsingu hans, fær hann nýja tölu.  Ég veit hinsvegar ekki hvort sama talan er notuð tvisvar og því sú hætta fyrir hendi að einhver sakleysiningi fái mína eftir að ég hef úthúðað fólki undir dulnefni og endurræst svo routerinn að því loknu. 

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 17:33

9 identicon

Sæll

Það er rétt sem Ómar og fleiri bendir á hér að ofan.  Svo er líka lítið mál að breyta þessum IPtölum

Friðjón R Friðjónsson (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 02:28

10 identicon

nú á hún að vera breytt.

Ég er fjári aulalegur ef forritið klikkar ;) 

Friðjón R Friðjónsson (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 02:33

11 identicon

nú á hún að vera breytt.

Ég er fjári aulalegur ef forritið klikkar ;) 

Friðjón R Friðjónsson (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 02:33

12 identicon

Þarna fóru nokkur nördastig. Maður á víst að besserwissast varlega : )

forritin eru þarna úti gúglið þau.

kv.

Friðjón (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 02:56

13 identicon

IP tölur eru birtar í svona kerfum til að minna menn á það að það er hægt að rekja þær til heimahúsanna. Þó svo að sum kerfi skipti gjarnan um IP tölur hjá notendum, þá eru til upplýsingar um hver var með hvaða IP tölu hvenær.

Auk þess eru menn amk. með sömu IP tölu svo klukkustundum skiptir, þannig að ef menn vaða út um allt Moggablogg og kommentera undir hinum þessum nöfnum þá ætti það að vera auðsjáanlegt. 

Tóti (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband