hux

Af gefnu tilefni

Steingrímur J. var í fréttum Stöðvar 2 að sverja af sér að hafa átt einkafund með Geir H. Haarde í síðustu viku eins og hér hefur verið staðhæft. Þess vegna vil ég taka fram eftirfarandi um þær heimildir sem þetta byggði á: Um helgina var starfsmaður Steingríms J. Sigfússonar staddur á bar í Reykjavík í hópi blaðamanna og greindi þar frá því að Steingrímur og Geir H. Haarde hefðu nýlega hist á fundi. Skilningur heimildarmanns míns var að þar hefði ríkisstjórnarsamstarf borist í tal en um það treysti hann sér ekki til að fullyrða. Nú kemur Steingrímur fram og segir þetta lygi, þeir Geir hafi ekki hist í síðustu viku. Hvers vegna starfsmaður Steingríms er á blaðamannabar um miðja nótt að ljúga menn fulla með sögum af þessu tagi veit ég ekki, ég hef talið víst að Steingrímur J. Sigfússon hafi aðeins í kringum sig valinkunna og sannsögla sómamenn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var kallað STASI minni í eina tíð.

Róbert Trausti (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 20:11

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Vá, langsótt útskýring á slöppum heimildum. Það er semsagt allt nafnlausum starfsmanni Steingríms að kenna að þú ert að bulla hérna á blogginu Pétur :) Samkvæmt heimildarmanni þinum!

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 26.3.2007 kl. 21:04

3 identicon

Þú verður að nafngreina þennan heimildamann. sem þú segir að hafi verið að ljúga.  Ef þú ekki getur það ekki, verður þú sjálfur stimplaður lygarinn.

Svavar Bjarnason

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 21:11

4 identicon

Nei, nú fórstu endanlega með það Pétur!

Ertu sem sagt að segja að "skúbbið" byggist á því að þessi gríðartrausti heimildarmaður hafi verið fullur á Ölstofunni og spjallað við e-n VG-liða. Þetta er pínlegra er orð fá lýst! Éf er viss um að heimildarmaðurinn kann þér miklar þakkir núna.

Skrifaðirðu margar Moggafréttir á sínum tíma byggðar á endursögnum af fyllerístali manna á börum bæjarins?

Stefán (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 23:20

5 Smámynd: TómasHa

Það er gaman hvernig VG liðar hrúgast hér inn til varnar formanninum.  Þetta var skúbb sem stendur enn, enda varla við öðru að búast af formanninum.  Varla hefði hann farið að viðurkenna að samningaviðræður væru gangi?  Hann viðurkenndi auk þess að þeir hafi amk. verið einn dag í sama landshluta.

TómasHa, 26.3.2007 kl. 23:53

6 identicon

já - röksemdafærsla samsæriskenningasmiðsins er sígild.

þögn er sama og samþykki - og ef menn neita, þá er það augljóslega sönnun þess að þeir hafi eitthvað að fela! samsæriskenningin styrkist alltaf.

Stefán (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 00:00

7 Smámynd: Ingólfur

Já þetta hlýtur að vera satt ef þeir hafa verið í sama landshluta einn dag
Finnst fólki virkilega líklegt að starfsmaður SJS færi að dreifa þessu ef fundur hefði raunverulega verið haldinn.

Mikið á Framsókn bágt.

Ingólfur, 27.3.2007 kl. 00:17

8 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Ingólfur, þessi starfsmaður sagði þetta og heimildarmaður minn er framsókn óviðkomandi.

Pétur Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 00:18

9 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Svavar, ef Steingrímur fer með rétt mál er það starfsmaður Steingríms sem laug að heimildarmanni mínum, sem ég hef rætt við í kvöld og hann staðfest að þetta var svona. Nei, Stefán þetta byggðist á því að fullur starfsmaður VG var að tala við heimildarmann á Ölstofunni og þetta er fyrst og fremst pínlegt fyrir þann mann, nú eða Steingrím ef í ljós kemur t.d. að eindregin neitun hans byggist á því t.d. að fundurinn hafi ekki verið í síðustu viku heldur t.d. fyrir rúmri viku.   Heimildarmaður minn fékk þessar upplýsingar hjá starfsmanni VG.  Ég saknaði þess í frétt Stöðvar 2 að Kristinn Hrafnsson spyrði Steingrím um það þeir hefðu síðast hist. Hlynur og Stefán þið vitið vel hver þessi starfsmaður er.

Pétur Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 00:21

10 Smámynd: Ingólfur

Pétur, hvaða kröfu hefur þú á að fá yfirheyrslu frá Steingrími um hverja hann hefur eða hefur ekki hitt, bara vegna þess að þér dettur í hug að skálda eitthvað á blogg síðunni þinni?

Ert það ekki þú sem ættir að sanna mál þitt áður en þú gerir kröfur á nánari útskýringar frá SJS?

Ingólfur, 27.3.2007 kl. 00:21

11 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Ingólfur, getur þú staðist þær sönnunarkröfur fyrir því sem stendur á þínu bloggi að tveir heimildarmenn staðfesti hverja staðhæfingu? Þetta er ekki blað, þetta er blogg, ég hef ekki og mun ekki staðfesta orðróm sem mér best frá fólki sem ég tel vita hvað það er að tala um heldur birta hann, ef fjölmiðlar vilja taka hann upp og vinna nánar þá er það velkomið og bara frábær,. Ég geri enga kröfu til þess að Steingrímur sé yfirheyrður en ef hann er spurður get ég haft skoðanir á því hvaða spurningar eru bornar fram.

Pétur Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 00:29

12 Smámynd: TómasHa

Það er nú ekki eins og Steingrímur hafi átt að hitta einhvern, hafi þessi fundur farið fram eru það nokkuð merkilegar fréttir.  Þetta var ekki meira eitthvað en svo að fjölmiðlar ákváðu að spyrja Steingrím út í þetta, sem kallaði Pétur lygara og notaði það sem "sönnun" gegn fundinum að hann hafi verið mestan hluta í öðrum landshluta.

Afhverju ætti þessi starfsmaður að vera að búa til svona sögu, ef hún hefur enga stoð í raunveruleikanum? Fyrir mitt leiti veðja ég á að menn séu að slá um sig með svona fréttum eftir nokkra kalda. 

TómasHa, 27.3.2007 kl. 00:43

13 Smámynd: Ingólfur

Fyrirgefðu en hvaða starfsmaður er það? Veit nokkur hvort þessi starfsmaður er yfir höfuð til.

Og Pétur?, Hvaða óstaðfestu kjaftasögur hef ég verið að bera út á mínu bloggi?

Ingólfur, 27.3.2007 kl. 01:24

14 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ok, það er hér með búið að staðfesta það sem Steingrímur sagði í fréttunum, að þeir Geir hefðu hist á fundi ásamt fleirum. Fyrst þetta er ,,skilningur" ónafngreinds heimildarmanns, sem þar að auki getur ekkert fullyrt um (!) að ríkisstjórnarsamstarf hafi verið rætt er fréttin hér með dauð eins og hún eflaust alltaf var. Ég hélt reyndar andartak að þetta væri úthugsað bragð frá Framsókn til að reyna að setja Samfylkinguna í fýlu út í VG. Ofmat.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.3.2007 kl. 02:03

15 identicon

Það er sorglegt að sjá Framsóknarmenn fara niður á þetta plan í kosningabaráttunni. Ég vona að kosningabaráttan framundan verði drengileg og snúist um málefnin en minna verði af slúðri um hvað einhver ónefndur maður á að hafa sagt á kenderíi í miðbænum.

Lárus Viðar (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 05:12

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rosalega getur eitt lítið blogg valdið miklum titringi hjá VG. 1/3 af þessu bloggi var:

Kannski eru Vinstri grænir að fara á taugum, hafa áhyggjur af því að í kosningabaráttunni bíði þeirra ekkert annað en að tapa niður þeirri stöðu sem skoðanakannanir sýna að flokkurinn hafi haft?

Þetta getur a.m.k. staðið áfram óhaggað

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 08:18

17 identicon

Árni Þór og aðrir Vinstri Grænir hrópuðu "grýtum hann, grýtum hann" fyrir það eitt að Steingrímur sagði í gær að satt væri logið. Árni Þór kallar Pétur spunameistara með vísan í að spunameistari sé lygameistari. Þetta er lágt plan. Mjög lágt plan. Það sem gerðist var að samstarfsmaður formanns VG lýsti því fyrir blaðamanni á bar að Steingrímur hefði hitt Geir og Pétur sagði frá því. Það ríkir ótti og skelfing í herbúðum Vinstri Grænna.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 08:45

18 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Nákvæmlega, Axel, kjarni málsins.

Pétur Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 08:51

19 Smámynd: halkatla

margir eru gengnir af göflunum, ég segi ekki meir 

halkatla, 27.3.2007 kl. 09:20

20 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Hvernig væri að einhver myndi spyrja Geir hvort hann hefði verið á fundi með Steingrími?

Björg K. Sigurðardóttir, 27.3.2007 kl. 10:36

21 identicon

Í eina tíð var það svo að þegar nýbakaðar mæður áttu í erfiðleikum með að vísa á föðurinn bentu þær gjarnan á þann sem þær hefðu viljað að ætti krógann. Er þetta ekki eitthvað svipað með starfsmann Steingríms J. Hann óskar þess heitast að Vg myndi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, jafnvel þótt það sé bara alls ekki í boði.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 15:22

22 identicon

En svakalega er lélegt að birta á bloggi sínu eitthvað sem er sagt á fylleríi í ábyrgðarleysi, þó maður þekki manninn og viti að hann er sannsögull, svona eins og að taka mynd af pari að kyssast á skemmtistað og birta á blogginu sínu sem framhjáhald einhvers, svo minnir þetta líka á "bubbi fallinn", þetta heitir slúður og segir allt um þann sem birtir og hvaða mann hann hefur að geyma.  Það er alveg á hreinu að þessum bloggskrifara er ekki treystandi.  Og hvað þá þessum sem talar um einkamál og einkafundi þegar hann er komin í glas.

Ólafur Ari (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband