25.3.2007 | 19:50
Einkafundur Steingríms J. og Geirs H. Haarde í síðustu viku
Steingrímur J. Sigfússon og Geir H. Haarde hittust á einkafundi í vikunni sem leið. Þetta hef ég eftir heimildum sem ég treysti algjörlega.
Heimildarmaður minn telur að Steingrímur hafi óskað eftir fundinum. Vitaskuld veit ég ekki hvað þeir ræddu sín á milli en það fyrsta sem kemur í hugann er að Steingrímur hafi verið að plægja jarðveginn fyrir stjórnarsamstarf að kosningum loknum.
Kannski eru Vinstri grænir að fara á taugum, hafa áhyggjur af því að í kosningabaráttunni bíði þeirra ekkert annað en að tapa niður þeirri stöðu sem skoðanakannanir sýna að flokkurinn hafi haft? Því vilji Steingrímur undirbúa jarðveginn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536613
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vil ekki trúa því að Sjallar hugnist samstarf við Vinstri-græna! Steingrímur er
hins vegar algjör tækifærisinni í pólitík og öllu trúandi til!.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.3.2007 kl. 20:12
Heyrði úr Skagafirði og Húnavatnssýslum að þetta væri gengið það langt að Jón Bjarna væri búinn að gera formlegt tilkall til landbúnaðarráðherraembættisins.
Ragnar Bjarnason, 25.3.2007 kl. 20:33
Bara trúi því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að leiða vinstrisinnaðan öfgaflokk
til valda á Íslandi nú á 21 öldunni! Bara trúi því ekki!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.3.2007 kl. 20:37
Þetta er einmitt dæmi um þá málefnalegu umræðu sem hefur bloggsíður og kommentakerfi þeirra til vegs og virðingar í þjóðfélaginu!
Eitthvað annað en sleggjudómar og rógur sem annars staðar veður uppi!
Þór (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 20:38
Kannski töluðu þeir um blak.
TómasHa, 25.3.2007 kl. 21:56
Ég held að það hljóti að vera síðsti kosturinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vinna með Vg. Það væri algjör nauðlending.
Sigurður J. (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 22:20
Það ætti ekki að koma á óvart þótt SJS og GHH komi saman til fundar þessa daganna. Framkvæmdastjórar flokka þeirra hafa staðið í samningaviðræðum um auglýsingakostnað í yfirvofandi kosningum. Þar hafa Sjálfstæðisflokkur og VG staðið þétt saman (raunar ásamt Frjálslyndum) gegn geggjuðum hugmyndum Framsóknar og Samfylkingar um hámark á auglýsingakostnaði.
Á morgun verður tilkynnt um niðurstöðuna og kemur þá í ljós hvort SJS, GHH og GAK hafa náð að koma viti fyrir viðsemjendurnar.
Þín samsæriskenning er þó óneitanlega safaríkari.
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 22:29
VG ætlar ekki í stjórn þeir eru á móti öllu og sannið til þeir verða á móti samstarfi þegar á hólminn er komið
Gylfi Björgvinsson, 25.3.2007 kl. 22:36
Heyðru blessaður Geir, hvað segirðu gott, eigum við ekki að koma öllum gjömmurunum á óvart og mynda ríkisstkjórn saman ha...ég og þú...hvað segirðu?
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 22:37
He, he....mér er til efs að sjallarnir séu fyrstir til þegar verið er að tala um hámark í auglýsingakostnaði eins og Stefán heldur fram. Myndi frekar trúa hugmyndinni með blakið :-)
Valdimar Sigurjónsson, 26.3.2007 kl. 01:41
Mega mennirnir ekki funda? það má vera kjaftasaga sem á ekki við nein rök að styðjast. Það má líka vera satt. Hitt er víst að þeim er það fullkomlega frjálst og enginn ætti að setja sig upp á móti því að foringjar stjórnmálaflokka tali saman. Það er nú einu sinni þannig að þeir þurfa kannski að vinna saman.
Afgangurinn eru speglasjónir. Eru þeir að undirbúa stjórnarmyndun? Eru þeir að spjalla saman um að halda ónauðsynlegum fjárútlátum í auglýsingar í skefjum? Eru þeir kannski bara að tala um blak eða næsta skemmtiatriði á árshátíð alþingismanna? Eða kannski er þetta bara prívat.
Ef menn sjá í gegnum moðreykinn kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn á sossum ekkert minna sameiginlegt með VG heldur en Samfylkingunni sem er einni myndugi flokkurinn sem til greina kemur í myndun ríkisstjórnar. Það er ekkert að marka Framsókn því hún er í Sjálfstæðisflokknum (eða af hverju haldið þið að Hannes Giss hafi lagt til að flokkarnir sameinuðust?).
Pétur Tyrfingsson, 26.3.2007 kl. 02:01
Um hvað ættu þeir svo sem að vera ósammála þeir Steingrímur og Geir?Ekki deila þeir um EU og evrunaEkki fara þeir fram á uppstokkun í landbúnaðar og neytendamálum.Ekki mun kvótakerfið valda miklum deilum þeirra á milli.Þeir verða sammála um að bæta kjör þeirra launalægstu á kjörtímabilinu svo lengi sem þeir ríku fái að halda áfram að vera ríkir Einkavæðingin er að mestu búin svo ekki veldur hún deilum.Þeir verða sammála um að stóriðja (og virkjanir) sem komin er á snúning fái að halda áfram en það verði ekki byrjað á neinu nýju (hver getur ekki skrifað upp á það?!).Restin verður samningsatriði þar sem menn sættast á selffølgeligheder eins og kvenfrelsi, og það að reyna að halda dreifðum byggðum á lífi. Einar Kr. þarf að hætta hvaladrápi og restin fer í nefnd. Málið snýst um að annar flokkurinn er íhaldssamur afturhaldsflokkur með drauginn Davíð vofandi yfir sér hinn segist vera grænn umbótaflokkur (eða e.h. álíka) en er í raun með draugana afturhald og sósíalisma vofandi yfir sér.
Jón (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 07:49
Gott ef satt er.
Kveðja,
Róbert Trausti
Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 08:14
"Spunameistari" er sá sem kryddar sögur, sannar eða lognar, og breiðir þær þannig út (og gefur helst í skyn eitthvað fleira en sögunni fylgir) og tekst að láta umræðuna snúast um hina krydduðu sögu en enginn spyr hvort eitthvað sé til í þeim eður ei. Þetta er þannig saga.
Árni Þór Sigurðsson, 26.3.2007 kl. 08:18
Þetta er eimitt þannig saga Árni. Þeir hafa kannski hist yfir kaffibolla.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 09:07
Árni Þór, ef það er rangt að þeir hafi átt þennan fund, af hverju segirðu það ekki bara í staðinn fyrir að vera með þessar dylgjur? Af því að það ert þú sem ert að reyna að spinna hér eitthvað. Þú ert innvígður og innmúraður í VG, ef þessi fundur fór ekki fram og þeir sátu ekki tveir á tali í síðustu viku, segðu það þá.
Það er fátítt að formenn stjórnmálaflokka hittist á einkafundum, Jenný, og engin rútína í því að formaður stjórnarflokks og stjórnarandstöðuflokks setjist niður, þeir gera það stundum í aðdraganda kosninga til þess að þreifa hvor á öðrum varðandi samstarf.
Pétur Gunnarsson, 26.3.2007 kl. 09:21
Pési.....nú hefur Steingrímur J. sagt þetta tóman skáldskap og spuna.....var í viðtali á stöð2 áðan....og alvarlegar ásakanir sem eiga við engin rök að styðjast.
verður þú ekki að biðjast afsökunar ?
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 18:53
Á hann að biðjast afsökunar vegna þess að Steingrímur segir að þetta sé ekki satt?
Dæmi: Ég á vin sem er blaðamaður og segir mér að Steingrímur hafi hitt Geir á fundi. Þannig var að vinur minn sat á spjalli með samstarfsmanni Steingríms. Samstarfsmaður Steingríms segir vini mínum að hann hafi átt fund með Geir í síðustu viku eftir að þingfundi var frestað.
Auðvitað viti hann ekki um hvað var fundað en eitthvað hlýtur það að tengjast pólitík!
Niðurstaða: Steingrímur þarf að taka til í eigin ranni. Og að frekar væri rétt að samstarfsmaður Steingríms þyrfti að finna sér annan samstarfsmann.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.