hux

Þannig er það

Skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag hlýtur að boða ríkisstjórn VG, Samfylkingar og Íslandshreyfingar þar sem Steingrímur J verður forsætisráðherra og Ómar Ragnarsson ráðherra. Samt fengi hann aldrei umhverfisráðuneytið í stjórnarmyndunarviðræðum, yrði kannski menntamálaráðherra eða dómsmálaráðherra. Draumur eða martröð? Þegar stórt er spurt...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum ekki gleyma því að ríkisstjórnin er aðeins 0,1% frá því að halda velli. Ef Íslandshreyfinginn hefði fengi 4,9% hefðu þeir ekki náð inn manni. og því fær fjórflokkurinn fleiri þingmenn en atkvæði þeirra gefa tilefni til.

Ingi Björn (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 14:45

2 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Niðurstaða könnunarinnar sýnir engar marktækar breytingar á fylgi stjórnmálaflokkanna í þessum mánuði. Fylgi Íslandshreyfingarinnar ekki nógu mikið til þess að breyta þeim styrkleikahlutföllum svo einhverju nemi. Ef miðað er við úrslit kosninga 2003 sýnist mér þessar tölur Íslandshreyfingar jafnast á við það sem Frjálslyndir eru að tapa. Alveg óþarfi að örvænta og engin ástæða til að gæla við óskhyggju. Vek athygli á bloggi mínu í dag um þessa skoðanakönnun.

Pétur Tyrfingsson, 25.3.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband