hux

VG og Sjálfstæðisflokkur samstíga í Evrópunefnd

Evrópunefnd sem starfað hefur undir forystu Björns Bjarnasonar nánast allt þetta kjörtímabil, er í þann veginn að ljúka störfum og ganga frá skýrslu sinni. Það sætir tíðindum að fulltrúar VG og Sjálstæðisflokksins eru samstíga og virðast ætla að taka sameiginlega afstöðu með bókun.

Þetta hljóta að vera slæmar fréttir fyrir Össur Skarphéðinsson og aðra þá Samfylkingarmenn sem töldu að þeir væru búnir að tryggja ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. Er VG búið að ná hlutverki sætustu stelpunnar á ballinu í augum Sjálfstæðisflokksins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er náttúrulega ákaflega mikill samhljómur í mörgum málum milli Björns Bjarnasonar og VG. Það er ekki þar með sagt að hagsmunahópar innan Sjálfstæðisflokksins séu á sömu línu. Sá flokkur er klofinn í Evrópumálum þó að opinbera línan sé mjög áberandi á móti Evrópusamstarfi.

IG (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 10:01

2 identicon

Hvað væri Bíbí án Evrópu og hvað væri Evrópa án Bíbí? Þegar Noregur gengur í Evrópusambandið eftir nokkur ár gerum við það líka, óhjákvæmilega. En þangað til ættum við náttúrlega öll að skrifa langar skýrslur um málið, ráða svo fólk til að flokka skýrslurnar og byggja síðan stórhýsi undir þær með styrk frá Evrópusambandinu.

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 13:39

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Steini Briem: 

Þegar Noregur gengur í Evrópusambandið, já? Það er ekki slæmt að vera svo vel gefinn að geta séð inn í framtíðina og fullyrt um óorðna hluti. Bjartsýnustu Evrópusambandssinnar í Noregi segja slíkt í bezta falli hugsanlegt eftir 4-5 ár. Að öðru leyti hafa forystumenn í þeirra röðum lýst því yfir að Evrópusambandsaðild verði ekki á dagskrá í Noregi fyrr en mikill og stöðugur meirihluti Norðmanna styðji hana. Talað hefur verið um a.m.k. 2/3 kjósenda í því sambandi enda hefur reynslan af þeim tveimur skiptum sem Norðmenn hafa kosið um aðild sýnt að gera megi ráð fyrir að stuðningur við aðild minnki talsvert þegar andstæðar fylkingar fara að takast á fyrir alvöru. Sama er að segja um reynsluna víða annars staðar í Evrópu.

Norðmenn hafa eins og áður segir tvisvar hafnað Evrópusambandsaðild sem hefur ekki beint leitt til aukins áhuga í Brussel að fara í nýjar aðildarviðræður við þá nema nánast tryggt sé að aðild verði samþykkt. Reynslan af Noregi hefur aftur án efa sín áhrif a afstöðu ráðamanna Evrópusambandsins gagnvart því ef Ísland sækti um aðild. Þannig sagði Denis MacShane, fyrrv. Evrópumálaráðherra Breta, í heimsókn til Íslands um árið að lítið gagn væri í því að fara í aðildarviðræður við Ísland ef aðild yrði sína felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.3.2007 kl. 14:10

4 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Helga Vala,  100% sammála - varðandi fyrri athugasemdna þína: taktu nú að þér að tala hann Össur ofan af þessari vitleysu með íhaldið. 

Pétur Gunnarsson, 6.3.2007 kl. 14:15

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Helga Vala:

Hvaða áhrif heldur þú að við munum hafa innan Evrópusambandsins? Endilega fræddu mig meira um það. Það hefur enginn getað sýnt mér fram á þessi miklu áhrif enn.

Og ef þú vilt ekki þessar 6,5% af heildarreglugerðafargani Evrópusambandsins sem við tökum yfir í gegnum EES-samninginn. Er þá ekki bara málið að þínu mati að segja upp samningnum og vera laus við þetta allt saman? Er lausnin að fara lengra inn í ruglið?

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.3.2007 kl. 14:29

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Annars þykir mér það lítið tilefni til að ætla að Sjálfstæðisflokkurinn og VG geti átt samstarf í ríkisstjórn vegna Evrópumálanna enda afar ólíklegt að Evrópusambandsaðild verði á dagskrá hér á landi í nánustu framtíð, ekki frekar en í Noregi.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.3.2007 kl. 15:06

7 identicon

Das war und. Það þarf nú enga spákonu til að sjá það að Noregur muni ganga í Evrópusambandið, fyrr eða síðar, og það fyrr en síðar. En stundum kjósa menn að vera bæði blindir og heyrnarlausir og sjá ekki það sem er augljóst og allt um kring, undir og ofan á. Hvað voru lýðræðisþjóðir Evrópu að bralla rétt fyrir Seinni heimsstyrjöldina þegar nasistar í Þýskalandi og fasistar á Ítalíu hervæddust svo undir tók bæði í Ölpunum og Esjunni? Að sjálfsögðu skrifuðu Tjallarnir skýrslur í lange baner um þetta fyrirbæri og klóruðu sér í hausnum yfir þessu öllu saman. En þeir sáu ekki hið augljósa, eða vildu ekki sjá það. Þeirra ráð var að smíða tréfallbyssur og mála þær svartar í þeirri von að þýskir myndu halda þær ekta.

Og þegar Tjallarnir "hernámu" Ísland voru þeir svo illa búnir að Íslendingar héldu fyrst að Eyvindur og Halla væru loksins komin til byggða. Og ekki áttu nú þýskir í miklum erfiðleikum með að leggja undir sig Noreg. En að sjálfsögðu voru Nojararnir búnir að skrifa nokkur þúsund hillumetra af skýrslum um málið áður en þýskir komu í kaffi. Í augum sumra eru 5 ár ekki langur tími en það er sá tími sem Seinni heimsstyrjöldin stóð. Og mörgum fannst það æði langur tími niðri á Evrópuvöllum, þar sem menn reyndu að þreyja Þorrann og Góuna í þrælabúðum. Var ekki búið að skrifa margar og fróðlegar skýrslur um þýska skáta og búðirnar þeirra?

Og margir voru jafn blindir og heyrnarlausir fyrir innrás Bandaríkjamanna og félaga í Írak fyrir nokkrum árum, enda þótt það væri augljóst og fyrirséð hvað myndi gerast. Voru ekki skrifaðar skýrslur um Írak og ástandið þar fyrir innrásina? Og hvað með þann sem ekki má nefna og Halldór Ásgrímsson í Lækjargötunni? Var bara hringt í þá frá USA si svona og spurt: "Viltu vera memm?" En ef þeir félagar höfðu bandarískar skýrslur um Írak í höndunum voru þær þá sannar og réttar? Reyndar ekki. "Allt í plati!"

Nei, krakkar mínir. Noregur og Ísland munu ganga í Evrópusambandið áður en langt um líður. Látum brjóstvitið hafa vit fyrir okkur og látum allt skýrslufargan Evrópulönd og leið. Margar eru nefndirnar en hverjar eru efndirnar? Og hvað kosta svo allar nefndirnar? Þurfum við ekki styrk frá Evrópusambandinu til að hafa efni á öllum þessum kleinum og kaffiboðum? Heljarinnar Stjórnarskrárnefnd hefur starfað hér árum saman og eftir mikla og erfiða jóðsótt fæddist nýlega lítil mús. En hún var krúttleg, "óttalega mikið rassgat".

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 16:03

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég hef nú aldrei lesið aðra eins vitleysu, get ekki sagt annað. Ég er líka alveg viss um að ófáir hafi haldið því fram og skrifað um það skýrslur fyrir 150 árum síðan að Ísland yrði aldrei sjálfstætt ríki frá Danmörku og ófáir hafa án efa haldið því fram á sínum tíma í byrjun síðustu aldar að brezka heimsveldið væri komið til að vera um ókomna tíð. Það er alveg hægt að snúa þessu við. En þetta segir bara ekki nokkurn skapaðan hlut. Eða geturðu sagt fyrir um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna? Eða hvaða ríkisstjórn tekur við völdum eftir kosningarnar í vor?

Nei, það er enginn í aðstöðu til þess að fullyrða neitt um þetta, hvorki þú, ég né aðrir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.3.2007 kl. 16:21

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Eða svo tekið sé betra dæmi með skírskotun í þína athugasemd. Það hafa án efa ófáir talið að Þjóðverjar myndu hernema Bretland - jafnvel Churchill sjálfur taldi það vel mögulegt - en það gerðist þó ekki.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.3.2007 kl. 16:25

10 identicon

Haltu bara áfram að fabúlera um þetta mál, Hjörtur minn, og skrifaðu nokkrar góðar skýrslur. Alltaf gaman að lesa góðar skáldsögur.

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 16:26

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Eins og skýrsluna þína hér að ofan? ;) Það má vel vera að þú sért folagatrúar og blindur í samræmi við það en ég er það ekki :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.3.2007 kl. 16:31

12 identicon

Þetta er ósköp einfalt... Noregur mun ganga í Evrópusambandið, Danir munu taka upp Evru, það eru bara sumar þjóðir almennt íhaldssamari en aðrar. Evrópuandstaðan er orðin trúarbrögð hjá mörgum Sjálfstæðismanninum og er alveg einstaklega hlægilegt sumt sem þeir setja á blað og blogg um Evrópumál... Þeir bara sjá ekki stóru myndina greyin... og vilja ekki ræða hana :)

IG (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 16:44

13 identicon

Ja herna, tad er nu meira hvad Evropusambandssinnarnir her a siduni geta ruglad og hvad teir halda ad teir seu miklir spamenn. Eg held ad tad se einmitt svo eins og reynslan er fra Noregi ad tvi meir sem tessi Evropusambandsmal seu raedd tvi fleiri atta sig a ad vid hofum ekkert med Evropusambandsadild ad gera i nanustu framtid og ta a eg vid nokkra aratugi. Ad teim tima loknum held eg ad liklegast se ad tessi risaedla verdi longu utdaud. Folkid i tessum londum verdur ta longu buid ad gera uppreisn gegn tessu omurlega bandalagi commiserana og steipa tessum handonytu og gjorspilltu commisserum og afleggja tilskpana- reglugerdar tjodfelagid.  Bara til tess ad geta lifad i fridi og lifad eins og frjalsir menn !

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 17:57

14 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

IG:

Og rökin fyrir öllu þessu eru? Eða er þessi afstaða þín kannski trúarbrögð sem ekki þarf að rökstyðja að þínu mati? Kannski forlagatrú? ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.3.2007 kl. 20:01

15 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nú bregður við allt öðrum tóni hjá Framsókn eftir að ESB-sinninn Halldór hvarf af braut sbr flokksþing Framsóknarmanna. Þannig það kemur mér verulega  á
óvart ef Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur geti ekki orðið samstiga
í þessari Evrópunefnd.

   Annars er ég svo steinhissa að nokkur Íslendingur skuli voga sér að tala fyrir
ESB-aðild meðan þeirri spurningu er ALGJÖRLEGA  ósvarað hvernig við ætlum
að koma í veg fyrir að ESB-fiskveiþjóðirnar komist bakdyramegin inn í
fiskveiðilögsöguna. Því með ESB-aðild fá þeir óhindrað að fjárfestia í ísl.
útgerð og komast þannig yfir aflaheimildir. Geta látið togarana veiða aflan
án viðkomu í ísl. höfnum og siglt með hann beint í erl. ESB-hafnir. Þannig
myndi virðisaukinn af okkar fengsælu fiskimiðum hverfa úr landi á skömmum
tíma. ESB-sinnar hafa ALDREI útskýrt hvernig þeir ætla að koma í veg fyrir
þetta. Þetta er kallað kvótahopp sem búið er að leggja breskan sjávarútveg
nánast í rúst. Spánverjar og Portugalir hafa komist yfir breskar veiðiheimildir
með því einfaldlega að kaupa hlutabréf í breskum útgerðum. Það sama myndi
gerast hér.

   Annars skil ég sjónarmið kratanna í þessu sem öðru. Hafa ætíð verið
öfgasinnaðir alþjóðasinnar og vildu margir hverjir t,d að Ísland frestaði
lýðveldistökunni 1944 vegna þess af tillitssemi við herraþjóðina Dani
sem þá var hernumin þjóð.
stjórn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.3.2007 kl. 21:51

16 identicon

Hjörtur: Þetta hefur ekkert með trúarbrögð að gera. Pointið sem ég er kannski að benda á er að grunnhugmyndin á bak við Evrópusambandið er ákveðin frelsishugsjón, þ.e. fjórfrelsið títtnefnda. Þegar Sjáfstæðismenn byrja að tala um Evrópusambandið þá missa þeir sig oft í einhverjum minniháttar smámálum og gleyma þessari frelsispælingu sem þeir berjast fyrir svona ca upp að þrítugu... Því skildi ekki ríkja viðskiptafrelsi í sjávarútvegi á Íslandi og því skildi ekki ríkja viðskiptafrelsi í landbúnaði einnig?

IG (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 00:19

17 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

IG:

Það er alveg stór spurning hversu mikið frelsi ríkir í viðskiptum innan Evrópusambandsins þó tollar á milli aðildarríkjanna séu lagðir niður o.s.frv. þegar viðskiptalífinu þar er síðan drekkt nánast í vaxandi flóði reglugerðafargans og gengdarlausrar miðstýringar.

Evrópusambandið var mun nær hugmyndum hægrimanna fyrir 1990 þegar það var fyrst og fremst sameiginlegur markaður en síðan hefur það sífellt færst lengra frá því markmiði og nær því að verða að einu ríki. Það má segja að ófáir vinstrimenn í aðildarríkjum sambandsins hafi tekið innri markaðinn í sátt þar sem þeir hættu að líta á hann sem fríverzlun á milli ríkja heldur sem verðandi innri markað hins nýja evrópska ríkis. Það hefur ekkert með hægrimennsku að gera. Ég veit ekki til þess að vinstrimenn hér á landi séu hlynntir tollum í viðskiptum á milli einstakra héraða.

Nýverið hafa rannsóknir m.a. bent til þess að reglugerðafargan Evrópusambandsins sé orðið slíkt að það geri kosti innri markaðar sambandsins að minna en engu sem og að efnahagur Evrópusambandsins sé meira en 20 árum á eftir efnahag Bandaríkjanna og litlar líkur á að það breytist. Fremur að sambandið muni dragast enn meira aftur úr Bandaríkjunum.

Það er kannski ekki að furða að sífellt fleiri innan Evrópusambandsins, jafnt ríkisstjórnir sem hagsmunaaðilar á viðskiptasviðinu, kvarti undan vaxandi reglugerðafargani sem ráðamenn í Brussel ráða ekkert við. Sömuleiðis er það varla að furða að t.a.m. meirihluti fyrirtækjaeigenda í Bretlandi skuli telja Evrópusambandið vera að þróast í ranga átt í efnahagslegu tilliti.

Og svona gæti ég haldið lengi áfram. Nei takk, sér í lagi sem hægrimaður þá vil ég ekki taka þátt í þessu rugli. Evrópusambandið er fyrir löngu komið frá einhverri frelsishugsjón hafi það einhvern tímann aðhyllst eitthvað slíkt.

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.3.2007 kl. 11:23

18 Smámynd: Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu

Evrópa-USA

Ætli það skýri ekkert samkeppnisforskot Bandaríkjanna á sumum sviðum hve lengi þau hafa verið eitt stórt og hindrunarlaust markaðssvæði á meðan Evrópusambandið hefur hægt og bítandi verið að koma slíku á og stækka sig svo til fátækari ríkja?

Ég efast um að nokkrum Bandaríkjamanni detti í hug að það myndi efla samkeppnishæfni og kraft í efnahags- og atvinnulífi landsins að skipta því á ný upp í fjölda ríkja og draga þar sem úr sameiginlegum slagkrafti. Hvers vegna í ósköpunum halda sumir íhaldsmenn í Evrópu að það sé rétta leiðin fyrir það svæði?

Varðandi félagslega vídd Evrópusamstarfsins er það að segja að það eflir almennt samkeppnishæfni svæða og styrk að draga úr misrétti og fátækt og bæta menntun og réttindi fólks. Þetta er ein meginskýringin á því að t.d. Norðurlöndin eru farin að koma geysilega sterk út úr öllum nýrri alþjóðlegum samkeppnisgreiningum.

Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, 7.3.2007 kl. 13:29

19 identicon

Gætirðu bent mér á eina reglugerð frá Evrópusambandinu? Ég hef aldrei heyrt um þeir gefi út þess háttar plögg. Það lýsir einmitt dæmigerðu viðhorfi og vanþekkingu sumra Sjálfstæðismanna á því hvernig Evrópusambandið virkar að halda því fram að þar fari fram einhver reglugerðasmíði...

Evrópusambandið gefur út tilskipanir sem innihalda almenn markmið sem sambandsríkjunum ber að fylgja. Margt af því sem er í þessum tilskipunu er ég alls ekki sammála en sumar eru mjög góðar eins og t.d. þjónustutilskipunin.

Þetta er bara spurning um að meta kostina og gallana og taka ákvörðun út frá því en sú vinna hefur ekki verið unnin hér á landi að neinu viti. Sorry en Evrópunefnd leidd af Birni Bjarnasyni kemst bara að einni niðurstöðu sem allir vita fyrirfram hver verður og hugsaðu þér að þessi algjörlega tilgangslausa nefnd hafi verið starfandi allt kjörtímabilið... Þetta eru náttúrulega grín vinnubrögð.

IG (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 13:30

20 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Vanþekking já segirðu. Skoðum þetta aðeins nánar (Wikipedia):

"A Regulation is a legislative act of the European Union which has a general scope, is obligatory in all its elements and is directly applicable in all Member States. Regulations constitute one of the most powerful forms of EU law and must be given immediate force of law in Member States without the need to enact implementing measures. In contrast directives are only binding as to the objectives to be achieved, bind only those Member States to whom they are addressed and require implementation in order to have the force of law vis-à-vis third parties."

Euabc.com:

"Regulation: An EU decision that directly binds all Member States and citizens in the whole of the EU. Whereas directives need to be "transformed" into national law, regulations are directly applicable. It is therefore forbidden to change EU regulations when putting them into national laws."

"The EU Constitution proposes that regulations should be renamed European laws - normally called EU-Laws. Regulations would then become the name for administrative acts."

Á vefsíðum Evrópusambandsins má síðan leita í regluverki Evrópusambandsins og m.a. eftir reglugerðum (regulations). Þar kennir eðlilega ýmissa grasa og má þar t.d. finna frægar reglugerðir sambandsins um banana og gúrkur.

Ég efast annars stórlega um að þú myndir nokkurn tímann samþykkja að Evrópumálin hafi verið nægilega vel skoðuð hér á landi fyrr en niðurstaðan yrði að við ættum að ganga í Evrópusambandið ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.3.2007 kl. 10:45

21 identicon

Hmm... Skemmtilegt að þú skulir minnast á einmitt þessi tvö dæmi. Banana og gúrku dæmið snérist um að auðvelda viðskipti á milli landa. Evrópulöndin voru nefninlega svo sniðug að í hverju landi voru mismunandi reglur um gæði banana (það er allt önnur umræða um hvort þess háttar reglur séu yfirhöfuð nauðsynlegar). Þessar reglur voru settar niður að beiðni framleiðenda og neytenda til að auðvelda viðskipti á milli landa. Þetta dæmi er eitt það ónýtasta sem til er til að færa rök gegn Evrópusambandinu...

IG (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 11:02

22 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það kannski skemmtilega við þessar reglugerðir er það hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að hafa bara eina almenna reglugerða um gæðakröfur vegna ávaxta og eina um gæðakröfur vegna grænmetis - í mesta lagi. Í stað einnar reglugerðar um nánast hverja tegund grænmetis og ávaxta. Þetta sýnir vel að mínu mati a.m.k. reglugerðaruglið í Brussel. Afleiðingin er m.a. sú að stofnun nýrra fyrirtækja í Evrópusambandinu er í algeru lágmarki vegna þess að fyrirtæki þurfa helzt að hafa nokkra starfsmenn í vinnu við það eitt að passa að reglugerðum sambandsins sé framfylgt. Þetta geta stóru fyrirtækin, enda eru það þau sem kalla eftir þessum reglugerðum, en minni og meðalstór fyrirtæki eiga í vök að verjast vegna þessa og hafa hreinlega ekki efni á þessu.

En hvað sem því líður IG minn (eða mín, gaman að fólki sem ekki getur komið fram undir nafni) þá veistu nú að Evrópusambandið setur reglugerðir sem eru aðildarríkin verða að taka upp óbreytt. Verði þér að því og ég ráðlegg þér svo í beztu vinsemd að vera ekki að setja þig á háan hest og saka aðra um vanþekkingu þegar þú ert að henda steinum úr glerhúsi.

Læt þessari umræðu að öðru leyti lokið að minni hálfu og þakka fyrir mig.

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.3.2007 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband