hux

Stjórnarmeirihlutinn klofnar í fjárlaganefnd

Við atkvæðagreiðslu um frumvarp til lokafjárlaga ársins 2005, á Alþingi rétt í þessu, kom fram að stjórnarmeirihlutinn klofnaði í fjárlaganefnd um afgreiðslu málsins. Efnislega er málið lítið en engu að síður er þetta afar fátítt. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins (Einar Oddur, Arnbjörg, Gunnar Örlygsson og Drífa Hjartardóttir)  í nefndinni mynduðu 1. minnihluta og lögðu fram tvær breytingartillögur við frumvarp Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, þar sem hnikað er til tillögum Árna og embættsmanna hans.

Fulltrúar Framsóknarflokksins í nefndinni (Birkir J. Jónsson, formaður nefndarinnar, og Guðjón Ólafur Jónsson) standa ekki að þessari breytingartillögu.  Nú á ég eftir að lesa fylgskjölin (hér, hér og hér) sem þarf að glugga í til að átta sig á þýðingu þessa (við atkvæðagreiðslu var málinu vísað áfram til 3ju umræðu) en allir sem fylgjast vel með stjórnmálum vita að það sætir talsverðum tíðindum í þessu senn 16 ára stjórnarsamstarfi að stjórnarflokkarnir standi ekki saman að nefndaráliti við afgreiðslu ríkisstjórnarfrumvarps úr nefnd. Jafnvel Kristinn H. Gunnarsson stóð nær undantekningalaust að meirihlutaálitum sameinaðs stjórnarliðsins.  Í þessu máli er um smáfjárhæðir að ræða á mælikvarða þingsins, hundraðþúsundkalla og fáeinar milljónir til eða frá.

Það er greinilegt að kosningar eru að nálgast. Hvernig væri nú að framsóknarmenn svöruðu fyrir sig með því að knýja fram samþykkt frumvarps um að auðlindir sjávar skuli teljast almenningseign, eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum, það er komið fordæmi fyrir smá sólói í aðdraganda kosninganna. Það vita allir að það er samstaða um slíka breytingu meðal allra nema sjálfstæðismanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband