19.1.2007 | 10:08
Tilkynning um innbrot
Meðan ég svaf braust einhver vitleysingur inn á bloggið mitt, setti upp hér einhverja stjörnugjöf sem ég veit ekki hvað á að þýða og hver bað um. Þetta er blogg en ekki fegurðarsamkeppni. Það sem meira er þetta er mitt blogg og það gerir enginn svona breytingu hér án míns leyfis. Ég er búinn að aftengja fídusinn en það er ekki nóg, þetta sést enn og ég vil losna við þetta algjörlega.
Þetta er svona eins og ef maður hefði íbúð á leigu og meðan maður væri að heiman færi leigusalinn inn og hengdi upp mynd af fjölskyldunni sinni á veggina. Ef einhver sér þennan innbrotsþjóf, eða fulltrúa leigusalans hérna eða hver sem þetta var þá er hann vinsamlegast beðinn um að skipa honum að fjarlægja þetta stjörnudrasl. Þegar hann er búinn að því má láta svipuna hans Stefáns Pálssonar ríða á hryggjarsúlu þrjótsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert fegurðardrottning....
Vestfjarðarmær (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 10:26
Í skjóli næturs var öllu breytt! Þú færð fjórar stjörnur.
Sveinn Hjörtur , 19.1.2007 kl. 10:27
Hahaha...
Nú er erfitt að stilla sig um að segja: "Sko til, þetta sagði ég!"
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 10:47
Mér er líka meinilla við þetta stjörnu-kerfi. Ætli ég láti samt ekki nægja að röfla hér í athugasemdum, nema Stefán láni mér svipuna ...
Hlynur Þór Magnússon, 19.1.2007 kl. 11:11
Tek undir hvert einasta orð Pétur. Mér líður eins og Leonard Maltin allt í einu. Er ekki hrifinn af þessari viðbót. Alveg sammála. :)
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 19.1.2007 kl. 11:20
Gæti líka verið sniðugt að benda stjörnuþrjótnum á að einkunn er með tveimur n-um en ekki einu...
Svanhildur (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 13:33
Ekkert mál.
Það er náttúrulega farið í stjórnborðið, svo er valið: Stillingar, og farið þar í "Blogg; stillingar tengdar virkni bloggsins". Þar má sjá flokkinn: "Hverjir mega gefa bloggfærslum einkunn?" og þar er valinn neðsti möguleikinn sem er: "Ekki birta einkunnagjöf".
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 19.1.2007 kl. 14:25
Lýðræðið ræður, það virðist búið að taka innbrotið til baka.
TómasHa, 19.1.2007 kl. 17:59
***** Fimm stjörnur fyrir framtakið.
Guðmundur Magnússon, 19.1.2007 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.