11.5.2007 | 07:56
JBH styður Ómar
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, lýsir stuðningi við Ómar Ragnarsson í aðsendri grein í Mogganum í dag. Hann segir:
Með því að tryggja Ómari þingsæti, geta þessi kjósendur gert margt í senn: Fellt ríkisstjórnina, hnekkt stóriðjustefnunni, veitt Sjálfstæðisflokknum nauðsynlegt aðhald, axlað ábyrgð gagnvart afkomendum sínum og gengið út úr kjörbúðinni með góðri samvisku
Af hverju stígur JBH þetta skref nú degi fyrir kjördag, maður sem er jafninnvígður og innmúraður í Samfylkinguna og hann? Er ástæðan sú að honum mislíkar það augljósa daður sem er í gangi milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins? Samfylkingin beinir engum spjótum að Sjálfstæðisflokknum í þessari baráttu og það er eins og báðir flokkar bíði eftir að baráttunni ljúki svo þeir geti myndað saman ríkisstjórnina sem Hreinn Loftsson var að panta í DV í fyrradag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:53 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíddu, er þetta ekki sami maðurinn og lýsti því yfir í vikunni að hann myndi gerast ráðherra í ríkisstjórn yrði til hans leitað. Samkvæmt frásögn Vísis féllu ummælin á fundi Samfylkingarinnar á Akureyri!
Arna Schram (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 08:49
Annars var ég að renna yfir greinina og mér sýnist að JBH sé að höfða til óánægðra sjálfstæðismanna.....
Arna Schram (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 09:44
Er JBH ekki búinn að vera út um allt land að vinna fyrir Samfylkinguna? Auglýstur meira en ISG? Og meðan ég man, hvar hefur ISG eiginlega verið í þessari kosningabaráttu? Maður hefur séð Róbert Marshall, Kristrúnu Heimis, Guðmund Steingríms, en bara ekki neitt til Sollu.
Eygló Þóra Harðardóttir, 11.5.2007 kl. 11:10
Jú Eygló ég var einmitt að hafa spurnir af því að hann er nú á vestfjörðum í boði Samfylkingarinnar að tala við vestfirska krata.
Pétur Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 11:20
Örvænting Framsóknarmanna kristallast í þessum lélega spuna. Af hverju tókstu ekki með setninguna á undan í greininni: „Þennan kost geta óánægðir sjálfstæðismenn í Reykjavík tekið. Þeir geta einfaldlega ákveðið að tryggja Ómari Ragnarssyni verðskuldað þingsæti“
Það hefði ekki hentað tilganginum, er það?
Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 12:03
Hver er tilgangur þinn, spunameistari Samfylkingar? Af hverju lætur maðurinn sé ekki nægja að berjast fyrir einn flokk eins og aðrir. Af hverju skrifaði hann ekki grein til þess að hvetja óánægða sjálfstæðismenn til að kjósa Samfylkingarinnar?
Pétur Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 12:49
Og af hverju eru talsmenn Samfylkingarinnar ekki að bregðast við íhlutun Jóhannesar í Bónus og stjórnarformanns Baugs í lýðræðislegar kosningar?
Pétur Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 12:57
Eins og Örn Úlfar bendir á er Jón Baldvin að benda óánægðum Sjálfsstæðismönnum í Reykjavík Suður á þennan kost. Pétur þú kýst að taka greinina úr samhengi eins og sönnum spunameistara sæmir.
Eggert Hjelm Herbertsson, 11.5.2007 kl. 16:00
Taugarnar eru greinilega þandar á þessum bæ! Gott að geta komið leiðréttingu á framfæri, þótt í athugasemd sé, því upphaflega færslan er enn jafn villandi.
Varðandi Jóa í Bónus þá verð ég að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað hann er að fara með þessu, að hvetja menn til að kjósa D en strika yfir Björn. Sjálfstæðismenn í Reykjavík suður eru greinilega vinsæll markhópur. Staðreyndin er þó sú að þeir sem kjósa flokkinn, þeir kjósa Björn, hvort sem þeir strika yfir hann eða ekki, best að sleppa D bara algjörlega.
En eins og er þá er ekkert sem bannar honum að auglýsa, og ég átta mig ekki alveg á hvers konar viðbrögðum þú ert að lýsa eftir. Skertu tjáningarfrelsi?
Prentlöggu?
Því miður eru neikvæðar auglýsingar, jafnvel gegn nafngreindum mönnum, að
ryðja sér til rúms, eins og til dæmis auglýsing Framsóknarmanna sem
beindist persónulega gegn Steingrími J. Mér fannst hún slá nýjan og vondan
tón í kosningabaráttu sem hefur að öðru leyti verið mjög málefnaleg. Held að kjósendum hugnist þetta ekki...og þá hættir þetta að sjálfu sér.
Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 16:31
Örn Úlfar, þetta blogg er ekki rétti vettvangurinn fyrir spunameistara og damage-control deild Samfylkingarinnar, þú hefur eigið blogg sem þú getur notar að vild til að spinna þinn þráð.
Pétur Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 17:34
Ég hvet lesendur til að kíkja á blogg Eggerts Herbertssonar og kanna málefnalegur málflutningur sé hans sterka hlið.
Viðbrögðin hér eru fyrst og fremst til marks um það í hve djúpum vandræðum Samfylkingin er vegna framgöngu Jóns Baldvins í kosningabaráttunni.
Pétur Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.