hux

Glasnostið ekki hafið við Rauðavatn

Ég lét víst óskhyggjuna hlaupa með mig í gönur í síðustu færslu þegar ég taldi hina óvæntu myndbirtingu hæstaréttardómara á forsíðu Morgunblaðsins til marks um að glasnostið væri loksins hafið og að byltingarstjórnin á blaðinu hefði sleppt fram af sér beislinu eins og kálfar á vori, og misst sig aðeins of langt út í gula litinn, frelsinu fegnir. Það er víst ekki svo gott, þetta voru bara einhver heilaköst eða enn eitt powerplay-ið í þeim gamla.

Ýmsir félagar mínir fullvissað mig um að Styrmir sjálfur hafi lagt línurnar í umfjölluninni, ekkert bendi til annars en þess að það séu tæp tvö ár enn í glasnostið.  Þetta var svona roka, eins og allir kannast við sem unnið hafa einhver ár á Mogganum, orðin til í samskiptum ritstjórans við fólk utan hússins. Hver sem skýringin er er ósamkvæmnin himinhrópandi.  En þótt lógíkina vanti stendur ekki á réttlætingunum í leiðurum og R-bréfum og Staksteinum, kannski þekkir ritstjórinn  einhvern aðila málsins, lögmann, eða eitthvað, amk hefur þetta þann blæ að þetta sé bara þess háttar roka. Ekki ferskt, bara fúlt.

Sigurður G. Tómasson hefur þetta að segja:

Þá vekur það sérstaka athygli að þessir fimm dómarar sem Morgunblaðið birtir mynd af á forsíðu eru hinir sömu og höfnuðu lögbanni á Fréttablaðið í tölvupóstsmáli Jónínu Benediktsdóttur og hafa sömuleiðis allir átt þátt í dómum réttarins í Baugsmálinu. [...] Ósamkvæmni Morgunblaðsins í afstöðu blaðsins til kynferðisbrotadóma Hæstaréttar og tengsl ritsjórans við Baugsmálið hljóta að vekja grunsemdir um að þessi fréttaflutningur byggist á öðru en málefnalegri afstöðu.

Það var og. Ég hefði betur hringt í mína menn áður en ég bloggaði en þetta er ekki fjölmiðill heldur blogg og þetta er partur af geiminu. Allt um það, þetta var fín helgi utan þjónustusvæðis í sveitinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband