28.1.2007 | 21:33
Mannvinurinn frá Íslandi
Nú stendur yfir í Davos í Sviss árleg samkoma áhrifamanna hvaðanæva úr heiminum eins og mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum undanfarna daga. Meðal þeirra sem sótt hafa þessa samkomu er Björgólfur Thor Björgólfsson. Það er athyglisvert að lesa kynninguna á hinum unga íslenska auðjöfri á heimasíðu samkomunnar. Þar stendur:
Degree in Finance, New York University. Entrepreneur and philanthropist with investments focus on financial services, telecommunications, pharmaceuticals; Founder: Bravo Brewery, St Petersburg, Russia; Novator, London; leading owner: Novator; Straumur-Burdaras Investment Bank, Iceland; Bulgarian Telecommunication Company; Czeske Radiokommunicace; Landsbanki Islands (National Bank of Iceland), Actavis. Chairman: Novator; Straumur-Burdaras Investment Bank; Samson Holdings; Actavis.
Ég stóðst ekki mátið að feitletra orðið philanthropist sem þýðir bókstaflega mannvinur eða sá sem elskar mannkynið, og er nafnbót gefin þeim sem leggja mikið af mörkum til mannúðarmála og starfa í þágu mannkyns og að því að bæta hag náunga síns. Nú dreg ég í sjálfu sér ekki í efa að BTB standi undir þessari nafnbót en varð samt huxi þegar ég sá þetta enda hafa mannúðarstörf hans ekki verið áberandi í umræðunni hér á landi. Fyrst kemur í hugann stuðningur hans við leiklistarhópinn Vesturport og það ágæta framtak að skila Háskólasjóði Eimskipafélagsins aftur til Háskóla Íslands. Kannski er eitthvað stórt í vændum frá BTB sem varpar skugga á nýjan sjóð þeirra Samskipshjóna. Og kannski starfar BTB bara að mannúðarmálum utan kastljóss fjölmiðla, ólíkt öðrum íslenskum ólígörkum? Amk þori ég að fullyrða að hann sé hér með orðinn fyrstur Íslendinga til þess að fá nafnbótina mannvinur á alþjóðlegum vettvangi og það í hópi manna á borð við Bill Gates og aðra slíka.
Gates er raunar ekki kynntur sem mannvinur á Davos-síðunni, þótt hann sé nú orðinn víðfrægur fyrir umfangsmestu mannúðarstörf sem sögur kunna frá að greina með stofnun sjóðsins sem kennd er hið hann sjálfan og eiginkonu hans, Melindu. Um Bill Gates segir þetta á Davos-síðunni:
Began career in personal computer software at age of 13 and started programming. 1973, while undergraduate at Harvard University developed BASIC for first microcomputer; 1975, formed Microsoft with Paul Allen to develop software for personal computers. Chairman and Chief Software Architect, Microsoft Corporation; Co-Founder, Bill and Melinda Gates Foundation. Author of: The Road Ahead (1995); Business @ the Speed of Thought (1999).
Kannski vantar Bill Gates bara íslenskan PR-mann til að skrifa CV-ið sitt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heimasíða Davos á hér við útlánsvexti og þjónustugjöld Landsbankans.
Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 02:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.