hux

Flosi

Flosi Magnússon segir mér að honum hafi í gær verið boðið að skila inn umsókn um Tjarnaprestakall og eins og hann upplifir atvik málsins kom það boð fyrst fram í gær. Hann hyggst ekki sækja um. Augljóslega reynir í raun ekki á spurninguna um andlegt þrek Flosa til að sinna slíku embætti fyrr en hann hefur fengið að koma að umsókn og fyrir hann snerist þetta um réttinn til að fá umsókn tekna fyrir og njóta þannig formlegrar viðurkenningar í samfélagi kollega. Það liggur fyrir að hann er mjög veikur maður og það vissi ég áður en ég setti þetta inn. Þannig að um þetta mál er orð gegn orði um mikilvæg atvik, öðru megin stendur Þjóðkirkjan, hinu megin geðfatlaður öryrki með guðfræðipróf, prestvígslu og starfsreynslu. Flosi er ekki allra, en ég hef þekkt hann í nokkur ár og vildi frekar að hans rödd heyrðist í þessu máli en ekki enda var það honum afar mikilvægt. Kosturinn við netið er að málin skýrast fljótt og vel og ég legg áherslu á að setja inn allar upplýsingar sem berast jafnóðum um mál sem ég vek. Átti ég að hringja í biskupstofu áður en ég setti inn fyrstu færslu? Ég er klár á að það má færa ágæt rök fyrir því í þessu máli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Mér finnst gott hjá þér Pétur að vekja athygli á þessu. Þeir sem þekkja til vita að Flosi er veikur en það gerir hann alls ekki marklausan. Það er alltaf þess virði að hlusta á hans sjónarmið þó að oft horfi hann örðum augum á hlutina vegna veikinda sinna. Mér þykir alltaf dálítið vænt um Flosa vegna þess hve skarpgreindur og skemmtilegur hann getur verið þegar sá gállinn er á honum. Þú þarft alls ekki að afsaka það að hafa hlustaðá Flosa, Pétur eins og lesa má á milli línana í þessari færslu þinni hvað sem aðrir þusa og tuða.

Forvitna blaðakonan, 13.6.2007 kl. 13:56

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Hæ Begga, ekki lesa of mikið milii línanna, ég ekki afsökunar á þessu, ég hef þurft og á örugglega eftri að þurfa að biðjast afsökunar og þá reyni ég að gera það þannig að það fari ekki á milli mála. En það má hins vegar alltaf hafa skoðanir á því hvernig hlutirnir eru gerðir, maður hefur á milli nokkurra leiða að velja, og velur eina, ég valdi þessa og mundi gera það aftur, en ég geri ekki lítið úr því að það er hægt að færa rök fyrir því að gera hlutina öðruvísi og ef einhverjir vilja gera það þannig þá er það bara gott hjá þeim og án athugasemda af minni hálfu. 

Pétur Gunnarsson, 13.6.2007 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband