hux

Ögmundur vill bankana burt

Hagnaður viðskiptabankanna þriggja og Straums-Burðaráss mundi nægja til þess að reka ríkissjóð í átta mánuði. Í tilefni af því langar mig að rifja upp nýleg ummæli Ögmundar Jónassonar í samtali við Fréttablaðið 4. nóvember.

Ég geri ekki ágreining við þá sem kvarta undan vaxtamun og þjónustugjöldum bankanna en höldum því líka til haga að gríðarlegur vöxtur þeirra og hagnaður undanfarin ár hefur skilað þessu samfélagi öllu gríðarlegum hagnaði og m.a. átt þátt í því að hér hefur verið hægt að auka framlög til ýmissa velferðarmála. En líklega er Ögmundur ekki alveg sáttur, hann er á móti, og mér skilst að hann vilji frekar að samfélagið komist af án þessa hagnaðar bankakerfisins. Eða er Ögmundur ekki enn þeirrar skoðunar að það sé til vinnandi að senda viðskiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuðinn í samfélaginu niður á við? Honum er velkomið að svara spurningunni í athugasemdakerfinu.


mbl.is 45,2 milljarða hagnaður Straums-Burðaráss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband